miðvikudagur, júní 30, 2004

Drulla til sölu!!!!

Fólk virðist tilbúið til að kaupa hvað sem er. Gestir Glastonbury hátíðarinnar hafa boðið drulluna undan skónum sínum til sölu og boðin eru komin upp í 360 pund!!! Nánar um þetta hér

Og yfir í aðra útihátíð, af þó nokkru minni sort þó. Vinir mínir í höfuðborginni hafa boðið mér til Trékyllisvíkur (where ever the fuck that is) í heljarinnar partý og notalegheit. Tekur mig sárt að komast ekki með, þar sem maður veit vart um skemmtilegra fólk. Verð bara að láta Goslokahátíðina "nægja".

þriðjudagur, júní 29, 2004

Ég lýsi ykkur hér með eiginmenn. Þú mátt kyssa brúðgumann.

Varríus vinur minn bendir á þessa grein í vinstravefritinu Múrnum. Alveg hreint ótrúleg þessi tregða stjórnvalda (og að því er virðist, u.þ.b. helmings gagnkynhneigðs fólks) til þess að færa sig inn í 21. öldina.

mánudagur, júní 28, 2004

Kosningar

Pólitíkusar eru samir við sig þegar kemur að því að túlka úrslit forsetakosninganna. Hér er mitt álit: Ólafur Ragnar Grímsson var kosinn forseti, punktur! Já, auðvitað missti hann fylgi með því að neyta að skrifa undir fjölmiðlalögin, (sem mér fannst bæ ðö vei rétt ákvörðun, en hann hefði mátt nýta sér þennan rétt sinn fyrr) en hann fékk samt flest atkvæði þeirra sem kusu og er því RÉTTKJÖRINN FORSETI ÍSLENSKA LÝÐVELDISINS. Og varðandi þessi rök Davíðs og vina hans að dræm þáttaka í kosningunum hafi verið mótmæli í garð Ólafs hef ég þetta að segja: ef ég hefði viljað senda Ólafi einhver skilaboð þá hefði ég farið og kosið Baldur, en þar sem ég vissi að hvorki Baldur né Ástþór (mental note: skipta um nafn) ætti séns í hann þá var ég ekkert að rembast við að mæta á staðinn til að kjósa. EN!!! EF svo ótrúlega hefði viljað til að annar hinna tveggja hefði verið kosinn í staðinn fyrir Ólaf þá hefði ég ekki farið að reyna að gera lítið úr þeirri kosningu með sama hætti og íhaldsplebbarnir, ég hefði bara haldið kjafti og blótað sjálfum mér fyrir að kjósa ekki.

Og svo er það þetta með þjóðaratkvæðagreiðsluna um fjölmiðlalögin. 75%??? Sko, ég geri mér grein fyrir því að Reykjavíkurlistinn hafi sett þau skilirði í denn að það þyrfti að vera 75% kjörsókn til þess að einhverjar kosningar sem hann vildi ekki að færu fram yrðu teknar gildar, og mér finnst það alveg jafn mikið kjaftæði og nú!!! Ef kjörsókn er dræm og fólki líkar ekki niðurstöður kosninganna, þá getur það bara sjálfu sér um kennt að mæta ekki á staðinn og hana nú!!! Þeir sem á annað borð gera sér ferð á kjörstað sýna það í verki að þeim finnist viðkomandi mál mikilvægt og vilja hafa áhrif á það. Allir sem ekki gera það nýta einfaldlega ekki þann RÉTT sinn að láta sitt álit í ljós og leggja það þá sjálfkrafa í hendur þeirra sem kjósa að ákveða fyrir sig og missa þar með allan rétt til að segja nokkurn skapaðan hlut eftir á!

að lokum bendi ég á lítinn fróðleiksmola sem Sigga Lára kom með sem grefur rifrildið um forsetakosningarnar endanlega :)

laugardagur, júní 26, 2004

"These are just few of my favorite things..."

...in no particular order,

Funk, Darren Aronofski, Rauðhært kvenfólk, Gwen Stefani, svínakjöt, Cirque du Soleil, Eddie Izzard, Family Guy, Sigur Rós, Bjór, að kæla vatnið í sturtunni smátt og smátt, Tom Waits, Afró!, vinir mínir, leikhús, Discworld, kók, Christina Ricci, Mexikóskur matur, Monkey Island, Hitchhiker's Guide to the Galaxy, Pearl Jam, Brjóst (I'm male, sue me!), bassinn minn, Johnny Depp, Nudd, 22, Bandalagsskólinn, jambe, jazz, Erykah Badu, Tim Burton, Rocky Horror, Menningarnótt, fimmaurabrandarar, Stomp, jólamaturinn hennar mömmu, að fara fullur inn á skemmtistað... dansa í 2 tíma... og koman nær edrú út, Counter Strike, traust, að syngja, "feel-good myndir", Barry Ween, kvenkyns bassaleikarar, þjóðhátíð, Tyra Banks, pasta, kaffihúsaferðir, Jeff Buckley, Booties!!!

...allt annað sökkar :)

Husslax ejjnlega...?

Fékk heimsókn frá Gústafi í gær, sem endaði með því að maður var plataður til að fara að skemmta í gæsapartýi. Tókum sinn hvorn gítarinn+söngvabók (eins og ég er nú góður gítarleikari... ahemm) og ég tók juggling bolta og trúðanef með mér :p . Bættum upp fyrir viðvaningsháttin með almennum hressleika og ég kynnti viðstadda fyrir "Zipp-Zapp-Boing"-leiknum sem drykkjuleik (vona að ég hafi ekki verið að fremja e-s konar glæp :S) Okkur var auðvitað launað í áfengi og varð kvöldið bara príðilegt og tiltölulega ódýrt. Skil ekki hvaða væl var í mér eiginlega...

föstudagur, júní 25, 2004

BAAAHAHAHAAA

Garfield klikkar ekki... nema kannski í kvikmyndarómyndinni sem er á leiðinni.

Það er kominn föstudagur...

og ég á engan pening! Svo virðist sem alvarleg dæld ætli að myndast í peningasöfnun minni. Stór Visa-reikningur á leiðinni, foreldrarnir að fara í 3 vikna ferð í kring um landið, götuleikhúsið borgar illa og er búið 9. júlí. Svo er maður gjörsamlega FOREVER að fá borgað úr ábyrgðarsjóði launamanna (síðasti vinnuveitandi minn í Reykjavík sveik mig um síðustu mánaðarlaunin) þannig að ég veit ekkert hvað ég er kominn með mikinn pening. Maður verður bara að semja international hittara til að bjarga peningamálunum :)

En eníveis... hvað getur maður gert skemmtilegt um helgina fyrir 0 kr?

fimmtudagur, júní 24, 2004

Snilld!!!

Man ekki hver lét mig fá þetta. Annað hvort Andri Húgó eða Dave, vinur minn í UK. Setjið þetta í favorites og hafið til taks þegar ykkur leiðist.

"Ha ha! Vá takk Ástþór! Þú ert æði!!!"

"Haha! Takk. Já, ég er æði"

Gestabókin

Hmmm... það eru fimm manns búnir að skrifa í gestabókina, en teljarinn minn segir að ég sé búinn að fá rúmlega 40 heimsóknir síðustu 2 sólarhringana. Annað hvort er fólk ekki að skrifa sig inn eða þessar fimm manneskjur eru með HRIKALEGA slæmt minni...eða bara hrikalega spenntar yfir að sjá hvað ég segi næst :)

Endilega skrifið í bókina, gaman að sjá hverjir ramba hingað inn.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Batnandi mönnum er best að lifa!

Undur og stórmerki!

Einir opinskáustu eiturlyfjaneytendur rokkheimsins hafa snúið við blaðinu.

Heimskt fólk

Andri Hugo linkar á Darwin verðlaunin í blogginu sínu, verðlaun ársins 2004 hafa verið veitt og þar sem ég hef ekkert við hans orð að bæta bendi ég ykkur bara á linkinn hans hér til hægri.

þriðjudagur, júní 22, 2004

Hvað er að?

Las í Mogganum að ákveðinn þrýstihópur í Bandaríkjunum, mynnir að hann heiti Move America Forward, (álíka mikið réttnefni og The Moral Majority) ætli að reyna að fá bann á mynd Michaels Moore, Fahrenheit 9/11, á þeim forsendum að myndin sé ærumeiðandi fyrir Hr. W. Vonandi tekst þeim það, og sína þá og sanna að Bandaríkin eru það vestræna ríki sem heldur hvað mest aftur af tjáningarfrelsi og gagnrýnni fjölmiðlun.
Sjálfur er ég tvístígandi í aðdáun minni á Moore, hann vill rosalega vel, en maður einfaldlega veit ekki hvort hann sé jafn gagnrýninn á upplýsingarnar sem hann fær og hann er á valdamenn í USA. Maður hefur heyrt að hann gleypi við hverju sem lætur þá líta illa út og sé latur við að double-checka hlutina (en þeir sem hafa bent á þetta hafa undantekningalaust verið íhaldsmenn, svo ég viti). Las einmitt álitsgjöf á einni bóka hans fyrir þó nokkru síðan (annað hvort Stupid White Men eða Dude, Where's my Country) frá tveimur aðilum, öðrum á vinstri væng íslenskra stjórnmála, og hinum á hægri. Auðvitað var það svo að vinstri manninum (eða konunni) þótti þetta vera snilld og hægri manninum (gæti líka hafa verið kona :Þ) þótti þetta óttalegt bull og beinlínis afneitaði ýmsu sem kom fram í bókinni sem hreinum lygum. "Vá!!! Í alvöru? I'm shocked!!!" Maður gæti alveg eins leitt saman rollu og hund saman yfir lambasteik og beðið spenntur eftir niðurstöðunum...

Fleira lið...

Varð að henda fleiri vinum inn á blogglistann minn:
Snorri Hergill, fellow bassadurgur, uppistandari og óver oll næs gæ,
Þórunn Gréta, fyrrum laganemi við HÍ og núverandi (eða verðandi) heimspekinemi við sama skóla, nice move ;)
Skotta, Mannfræðingur, orkubolti og gleðigjafi mikill.

Allt frábært fólk sem ég hitti allt of sjaldan, og verð því að láta mér nægja að lesa vitleysuna þeirra.

sunnudagur, júní 20, 2004

Guilty Pleasures

Alltaf gaman af persónuleikaprófum á netinu :)Am I cool or uncool? [CLICK]
You are Cool!
You're pretty cool! People look at you and think.. 'wow.. that person is cool!' Congratulations. Use your position wisely and teach the dorks below you a thing or two. There's nothing like recruiting a cool person.
Cool quizzes at Go-Quiz.com


Bætti svo nokkrum uppáhöldum við hér til hægri, Radiohead, Tom Waits og Pearl Jam.

laugardagur, júní 19, 2004

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt

Hélt að ég hefði a.m.k. svona la-la þekkingu á sögu landsins okkar, en Baggalútur gerði út af við þá ranghugmynd.Og svo, algjörlega óskilt, quote dagsins:

Richard Lionheart: "I kill you in the name of Jesus!"

Random Muslim: "Nooo, Jesus is a profet in our religion, I kill YOU in the name of Jesus!"

R.L: "Really?? Well then I kill you for your dark skin, cause Jesus was a white man from Oxford!"

R.M: "NO HE WASN'T!! Jesus was from Judea; dark skinned man such as I."

R.L: "Oh, really??? Well, we've come all this way... would mind, awfully, if we hacked you to bits?"


Eddie Izzard er Guð!!!

föstudagur, júní 18, 2004

HNEYKSL HNEYKSL!

þetta auglýst utan á Regnboganum í síðustu Rvk-ferð!

Ég er nokkuð viss um að þetta sé algjör sori. Bendi á linkinn til hægri ef þið viljið ðö ríl þing.

Og já... gerði aðra tilraun til að setja inn gestabók... og tókst það!!! So sign up!

leiði...

Ég fer ekki á Jónsmessugleði í kvöld, ég er að spara.
En það er svo sem lítið mál miðað við að missa af Bandalagsskólanum á Húsabakka (GRENJ)

ojæja... ég get svo sem alltaf spilað Counter Strike...

Halló Akureyri

Hoffman spilaði á Odd-Vitanum á Akureyri á miðvikudaginn ásamt Brain Police, Nevolution og Diamond, sem reyndar svona hliðarverkefni tveggja Brain Police-liða. Lélegt sánd uppi á sviði hindraði okkur sem betur fer í að vekja hrifningu norðanmanna og þar með er tilganginum náð. Náðum að redda okkur Partýi eftir tónleikana og héldum þangað alveg hæstánægðir með þróun kvöldsins. En VÁ!!! Aldrei hef ég upplifað nokkuð eins súrt! Þar sátu nokkrar manneskjur við borð og spiluðu á spil og aðrar horfðu á, restin af partýinu sat á gólfinu og spjallaði (sem mér fannst bara nokkuð næs). Svo tók maður eftir hassinu, allt í lagi með það, hef oft verið í svoleiðis partýum og oft haft gaman af fólki sem er bólufreðið... en ekki alltaf. En svo kom manneksjan sem allir höfðu beðið eftir: stelpan með Kókið. Það var sogið af áfergju allt í kring um mann og manni fór að líða verr og verr þarna inni. Endaði með því að rokkararnir miklu pöntuðu sér leigubíl heim um kl. 5 um morguninn og afsökuðu sig úr teitinni með því að þeir þyrftu að keyra til Þorlákshafnar á morgun (sem var reyndar alveg rétt). Bulluðum hvor í öðrum í u.þ.b. klukkutíma, ég sannaði leiklistarhæfileika mína fyrir strákunum með því að leika lunda úr myndinni Nýtt Líf, og Þórir vakti húsráðandann til að komast inn í herbergið sitt þar sem hann hafði týnt lyklunum sínum. Svo var vaknað um rúmlega ellefu, og lagt af stað upp úr hádegi. Menn létu þreytu og þynnku eftir gærkvöldið ekki aftra sér í því að stytta hvor öðrum stundir á leiðinni suður með leikjum, bulli og svo auðvitað "HÆ HÓ OG JIBBÍ JEI OG JIBBÍÍ JEI! ÞAÐ ER KOMINN 17. JÚNÍ!"

...aftur og aftur.

mánudagur, júní 14, 2004

Helgin.... sem leið

Lesendur athugið að vegna annríkis (eða leti, call it what you will) tafðist þessi póstur lengur en góðu hófi gegndi og hefði átt að koma út á mánudaginn 14. s.l.Jæja, þá er maður kominn aftur úr borginni. Það er frá svo mörgu að segja að ég hef ákveðið að skipta þessari færslu í kafla.

Giggið...

Mættum á Grand Rokk kl. 6 þar sem okkur hafði verið sagt að soundtest myndu byrja milli 6 og 7 en þar sem Vínil-liðar þurftu að bíða svo lengi eftir greiðabíl (að eigin sögn) voru græjurnar ekki tilbúnar fyrr en um níu. Menn voru hins vegar ekkert að stressa sig og nutu bara grillsins í rólegheitum og spjölluðu saman. Höfðum dálitlar áhyggjur af því að við myndum enda með sama lélega hljóðmann og á síðastu Grand Rokk tónleikum en sluppum við það. Hann Silli sem sá um upptökur á lögunum okkar í Stúdíó September var á tökkunum og sá til þess að hljómurinn þarna inni var bara mjög góður og ekki yfir neinu að kvarta hvað hann varðaði. Svo þegar fyrsta bandið var búið með um 20 mín. af sínu setti kom sjokkið: bassinn minn var horfinn!!! Af einskærum aulaskap sem aðeins ég get státað af hafði ég gleymt að ganga frá bassanum almennilega eftir soundtestið, setti hann bara í bassatöskuna mína sem lá á gólfinu fyrir framan sviðið, og nú var hann auðvitað ekki þar. Eftir um 20 mín. sem einkenndust af leit á öllum aðgengilegum stöðum, áhyggjum, fyrirspurnum, blóti og sjálfsmorðshugleiðingum kláraði Victory or Death settið sitt og ég rauk upp á svið til að leita almennilega þar og fann bassann fyrir aftan eina magnarastæðuna. Disaster averted! Vínill steig á svið og olli engum vonbrigðum, eitt af þéttari böndum Íslands. Nú urðum við að gera a.m.k. eins vel. Fjörið byrjaði og keyrt var af fullum krafti. Okkur fannst reyndar af og til eins og eitthvað væri að, einhver væri falskur eða þéttleikinn ekki nógu mikill. En þegar tónleikunum var lokið var rokið á poppfróða vini í salnum sem fullvissuðu mig um að þetta hefði verið drullugott og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru.

Myndin...
Sá loksins myndina Big Fish heima hjá hinni fjölskyldunni minni á Vesturgötunni. Stebbi, Ragnheiður, Nanna og Jón Geir eru fjórir af stærri ljósgeislunum í lífi mínu, gaman að eiga svona fólk að sem þreytist aldrei á að fá mann í heimsókn og vill allt fyrir mann gera. Æ já, Big Fish :). ÆÆÆÆÆÆðisleg mynd!!! Þessi fór beint inn á listann yfir all time favorites! Tim Burton er snillingur og hana nú! Hef lengið fílað hann og vitað að hann getur ekki klikkað, en nú hreinlega elska ég hann! Þessi mynd er algjör perla. Ein alsherjar fantasía sem gjörsamlega hrífur mann með sér og lætur mann gleyma öllu sem er venjulegt og leiðinlegt. Og svo er líka verið að segja manni svo mikilvægan hlut með henni... að mínu mati: Fantasía er nauðsynleg! Maður verður að leyfa sér að byggja eins og eina eða tvær skýjaborgir af og til, þó ekki væri nema til að skoða þær úr fjarska. Svo eins og öllum góðum myndum sæmir þá hefur þessi að geyma nokkra frasa sem ættu að skjóta upp kollinum nokkrum sinnum í framtíðinni og af þeim man ég þennan best: "it's rude to talk about religion, you never know who you're gonna offend." Jú sed itt böddí.

Nýr vinur...
Engin hljómsveitarferð er fullkomnuð án þess að a.m.k. nokkrir meðlimanna skreppi í hljóðfærabúð til að skoða varninginn. Kíktum í RÍN þegar við vorum tiltölulega nýkomnir í bæinn og rákumst þar á þennan líka gríðarvinalega Kanadamann, Jeremy að nafni, sem mér fannst tilvalið að bjóða á tónleikana. Hann mætti og við spjölluðum lítillega við hann en svo skildu leiðir eftir tónleikana. Rakst síðan aftur á hann á djamminu á aðfaranótt sunnudags og komst þá að því að hann væri hér einn á ferð, bara búinn að rölta um Reykjavík og spjalla við fólk og skemmta sér konunglega, brosið fór ekki af manninum allan tímann sem ég talaði við hann. Hann hafði bara ákveðið að það væri örugglega gaman að kíkja til Íslands og bara dreif sig í 9 daga ferð. Gaman að svona fólki sem bara framkvæmir hlutina í þeirri vissu að "þetta reddast"... sem það gerir nú oftast.

... Og hitt.

Lenti í partýi sem mætti best lýsa sem intellectual partýi. Lítið um söng og fíflalæti og þeim mun meira um samræður um hluti sem skjóta ekki oft upp kollinum í teitum nú til dags - sem er bara hressandi :). Auðvitað kom pólitík aðeins inn í umræðuna og fannst mér dálítið skemmtilegt innlegg frá manni sem starfar sem blaðamaður. Hann er því sem næst tilbúinn með greinar sem hann dauðlangar að birta en getur það ekki. Af hverju? Út af því að hann vill halda starfinu sínu! Hann mynnti mig á þremenningana úr Umhverfisstofnun sem flögguðu í hálfa stöng þegar umræðan um Kárahnjúka stóð sem hæst. Þeir máttu taka pokann sinn og hafa ekki fengið starf á opinberum vetvangi síðan.
En svo er allt í lagi að draga sér hundruði þúsunda af opinberu fé, maður bara skreppur í frí á Kvíabryggju, pantar rúm, festir saman nokkra hnullunga og fær svo stöðu í stjórn RARIK. Maður gæti ælt!

Að lokum...
"Before you criticize someone, you should walk a mile in their shoes. That way, when you criticize them, you're a mile away AND you have their shoes."

fimmtudagur, júní 10, 2004

Jæja...

Fyrsta show Götuleikhússins OttO að baki. Krakkarnir gengu í skrúðgöngu einn hring í miðbænum (rúntinn, fyrir þá sem þekkja til) og tóku svo nokkur spunaatriði á einni lóðinni. Uppákoman vakti allavega lukku meðal fólksins sem sá til. Nú er bara að undirbúa 17 júní.

Svo er það Grand Rokk á morgun með Vínil og Victory or Death!!! (veit að ég skrifaði annað um daginn, en það var bara ekki rétt, o.k?) Þetta verður geðveikt. En fyrst, út að skokka með Magna, svo við verðum böff fyrir grúppíurnar BÚJAA!!!

miðvikudagur, júní 09, 2004

Er þetta ekki einum of mikið???

Pantaði disk frá Amazon um daginn. Nánar tiltekið smáskífu. Smáskífan kostaði $12,99, sendingarkostnaður var $6,99, samtals $19,97 sem er um 1500 kr. Fair enough. Þetta var verð sem ég var tilbúinn til að greiða þar sem umrædd smáskífa er illfáanleg hér á landi. En svo þegar ég ætla að sækja hana niðrá pósthús er ég krafinn um 867 kr. í toll, virðisaukaskatt og tollmeðferð eða e-ð álíka!!! Sko, ég skil alveg að það megi ekki vera óheft umferð af dóti inn í landið... EN ÞETTA ER FOKKING 2 LAGA SMÁSKÍFA, OG OPINBERU GJÖLDIN SEM ÉG ÞURFTI AÐ GREIÐA VORU MEIRA EN HELMINGURINN AF UPPHAFLEGA KOSTNAÐINUM!!!!!!!!!!! Ég fór frá því að kaupa mér smáskífu í dýrari kantinum í það að hafa alveg eins getað keypt mér breiðskífu! Ég meina er ekki allt í lagi hérna?!? Ókei, 867 kr. eru svo sem ekki mikill peningur, en KOMM ONN, ég...ég..ég....... oooohhhhh


En platan er flott :)

Egótripp!

Hafdís beib er með hrúgu af myndum frá tónleikum Hoffman á Grand Rokk og Gauk á Stöng, hér

þriðjudagur, júní 08, 2004

Is it time to panic now?

Nei, allavega ekki strax.

Fyrsti dagurinn okkar sem leiðbeinendur götuleikhússins er liðinn og allir á lífi. Erum með 12 krakka undir okkur, sumir eru bara þarna til þess að þurfa ekki að raka saman heyi eða tína rusl, aðrir af hreinræktuðum áhuga. Nú er bara að vinna þá áhugalausu yfir á sitt band og smita þá af bakteríunni for good. Múah múah múaaaaah! Síldartorfan hennar Ágústu Skúla virðist ekki geta klikkað, það er að segja þegar fólkið í torfunni einbeitir sér að henni. Fékk gæsahúð af og til þegar hópurinn virkaði sem ein sál, en vildi svo helst fara að gráta þegar það voru allt í einu mættir 12 unglingar sem fannst þetta voða asnalegt eitthvað. Eins gott að ég er búinn að vera mest undir leiðsögn Ágústu á mínum stutta ferli, því annars væri ég örugglega búinn að bíta hausinn af einhverjum í staðinn fyrir að sýna smá þolinmæði þegar fókusinn fer út í veður og vind (eins og hann hefur svo oft gert hjá manni sjálfum :Þ ) Nú er bara að skipuleggja sig aðeins betur og virkja krakkana meira!!!

"You can do it Ástþór!"
- "Thanks, Voice in my Head"

mánudagur, júní 07, 2004

Hvaða helvítis...?

Er að reyna að troða gestabók inn á síðuna mína, en ef ég set hana inn, þá fer dálkurinn hægra meginn á skjánum niður fyrir bloggdálkinn! Tölvur eru skrýtið fyrirbæri, verð að blikka hann Andra aftur við tækifæri... in a very non-gay way!"The truth is out there"

Er búinn að vanrækja fróðleiksfýkilinn í mér allt of mikið undanfarið. Glansmyndin sem máluð hefur verið af Reagan í tilefni af andláti hans var eitthvað sem mynnti mig á athyglisverðustu síðuna sem ég veit um þessa dagana, las þar þessa grein, og rakst í leiðinni á þessa.

Það er gott að eiga góða vini...

Jæja, linkarnir komnir í gagnið og síðan verður sífellt svalari, þökk sé Andra Hugo vini mínum. Þenx a milljonn meen! Fékk þær fréttir frá Magna trommudýri að við erum ekki að fara að spila með Botnleðju á föstudaginn, heldur Vínil og svo hljómsveit sem heitir Mercury Rose... eða eitthvað svoleiðis. Var farinn að hlakka til að spila með einu besta bandi sem klakinn hefur alið en hei, Vínill eru líka fínir.

Fékk grænt ljós frá Andrési yfirmanni til að panta leikföng frá Danmörku fyrir götuleikhúsið. Þannig að fólk má fara að búast við að glóðuraugu verði algengari á götum eyjarinnar, hé hé!

Úff!!!

Þvílíkt og annað eins!

Langt síðan að maður hefur djammað svona. Partý hjá Þórey Guðmunds á laugardaginn, svo farið á Sjómannadagsball í höllinni. Og eins og lög gera ráð fyrir og allir hafa gaman af lenti ég í samræðum um trúmál :) . Óli Jói og ég töluðum heillengi um tilvist Jesús (Jesúss... Jesúms... Jesúsissss... veit ekki) og það hversu bókstaflega maður á að taka Biblíuna. Vorum aðal töffararnir á svæðinu :D. Svo eftir ballið var farið í partý til hvers annars en Bjögga Va.... eeee Bjögga sem alltaf er með partý, það var dáldið í súrari kantinum þannig að við fluttum okkur nokkur til Daða á Áshamrinum, vorum þar í góðu yfirlæti fram eftir öllu. Fékk að krassa hjá honum og fór að sofa um hádegi... djös kraftur er í manni!!!


Mun sjá um götuleikhúsið sem verður á vegum Vinnuskólans í sumar ásamt Hrund Scheving og Selmu Ragnars, reyndar bara 5 vikna starf, en betra en að vera atvinnulaus, og svo verður þetta svo skemmtilegt! ætla að reyna að fá að panta græjur frá Danmörku: diabolo, devil sticks, keilur o.fl., hafa þetta almennilegt. Svo er aldrei að vita nema maður geti fengið Ágústu Skúla (leikstýrði 2 leikritum hjá Leikfélagi Kópavogs meðan ég var þar, og líka hinu geysivinsæla Sellófón) til að vera með pínu trúðaworkshop.

Svo fer Hoffman til Reykjavíkur á föstudaginn til að mæta í grillveislu Xins fyrir utan Grand Rokk og spila svo með Botnleðju... það verður örugglega alveg huuuuundleiðinlegt... eða þannig.

Djöfull er maður bissí eitthvað :)

laugardagur, júní 05, 2004

Auli...

Crap!!!
fastur... verð víst að viðurkenna ósigur minn og... (andvarp) biðja um hjálp.

Testing...testing...

O.k. mér er svo sem alveg sama þó aðrir sjái þetta... I'm doing this all on my own.
Er að setja upp bloggsíðuna mína :)