Talandi um heimsku...
Ég kynni: Jam
Hvað get ég sagt? Ég hef óendanlega þörf fyrir að tjá mig, sama hvort einhver nennir að hlusta eða ekki...
Ég meina, ég hlýt að vera heimskur. Út af því að ég er mennskur. Og mannfólkið er heimskt. Aldrei lærum við neitt. Við endurtökum alltaf sömu mistökin, og ef einhver reynir að minna okkur á þau þá er sá hinn sami púaður niður og látinn vita að nú eru hlutirnir öðruvísi.
Stórmannlegt, ekki satt? Nú er bara að vona að Hamas-hálfvitarnir átti sig á því að hryðjuverk eru ekki rétta leiðin að því að fá réttlæti fyrir palestínsku þjóðina. Álíka gáfulegt og að vera 5 ára krakki sem sparkar síendurtekið í sköflunginn á siðlausu vöðvatrölli... það endar alltaf á sama veg. Ég þoli ekki að horfa upp á fjöldamorð ísraelsku stjórnarinnar, en fólk má ekki gleyma því að Hamas kallar þetta yfir samborgara sína þar sem svipaðar atburðarásir hafa átt sér stað undanfarin ár og áratugi, en samt þrjóskast þeir við að myrða 1-2 saklausa ísraelska borgara þegar þeir ættu að vita mætavel hvert svarið frá Ísrael verður.
Það byrjar svona sæmilega hjá manni, þó að það mætti vera öllu betra hvað atvinnu varðar, þar sem hún er nauðsynleg til að grynnka á skuldasúpunni.