þriðjudagur, júlí 07, 2009

Sjaldan er ein báran stök

Úúúffff! Ég tek það aftur sem ég sagði um fertugsaldurinn! Ég hélt að fólki þætti það bara leiðó að vera ekki tuttuguogeitthvað lengur, en ástæðan fyrir því að það að verða þrítugur er svona mikið sjokk er greinilega að þá fer allt í einu allt að fara úrskeiðis í kring um mann!!

Þetta byrjaði með rukkun frá LÍN: 97þús kall.
Ekkert mál, bjarga því!
Búið mál.
Svo kom bara önnur, vegna markaðskjaralánsins sem ég tók fyrir skólagjöldunum á sínum tíma. 250.000 kall.
Aðeins meira mál.
Smávægilegt taugaáfall.
Símhringingar, ráðleggingar og lánsloforð frá vinum.
Samdi um endurskipulaggningu lánsins, s.s. höfuðstóllinn er nú orðinn það sem heildarskuldin var komin upp í með vöxtum. En greiðslan verður viðráðanleg, sérstaklega þar sem maður er orðinn svona góður með peningana og farinn að fá gott þjórfé á barnum og svona.

Nei! Veikindi! Fer heim úr vinnu.
Hressist, byrja aftur að vinna.
Veikindin koma aftur, af meiri krafti en áður, lítið unnið undanfarna viku.
FOKK!!!
Minniháttar aðgerðar er víst þörf.
tvöfalt fokk!

en, þetta eru sem betur fer ekki alvarleg veikindi, bara pirrandi og vinnuhamlandi.
... sem er nógu fokking slæmt samt.

segi nú bara eins og margir hafa gert:
helvítis fokking fokk.

En, ég á súperfallega, bráðgáfaða, heví skemmtilega og drulluklára kærustu... og fullt fullt af góðum vinum og vandamönnum.
Svo er maður heldur enginn aumingi eða hálfviti, þannig að ég örvænti ekki strax.

Takk fyrir kveðjurnar og gjafirnar, öll sömul!