miðvikudagur, júlí 22, 2009

Ég ætti kannski að breyta titlinum á þessu bloggi...

- þar sem ég segi eiginlega aldrei skoðun mína á einu eða neinu á þessum vettvangi lengur. Sem er svosem ágætt; ég geri nóg af því augliti til auglits.

Vorum að senda boð á sýninguna okkar út á fésbók. Allir sem eru þar skulu skoða og lofa að mæta. Þeir sem eru ekki á fésbók, pantið bara miða og komið. Hana!

Heimsóknir mánaðarins voru fábærar. Fyrst Alla, Nanna og Louisa vinkona þeirra, sem ég dró m.a. á kokteilbar hjá Covent Garden, og daginn eftir til Hampsted Heath, sem er garður í norður-London með tjörnum sem hægt er að baða sig í á góðviðrisdögum. Böðuðum okkur ekki þar sem veðrið um morguninn lofaði síður en svo góðu, þannig að sundföt voru ekki tekin með. En fórum samt á svæðið með Kathrin og spjölluðum í sólinni. Svo var bara vafrað um og drukkið, etið og spjallað.

Erna Björk kom svo í borgina 2 vikum seinna, og ekki voru minni fagnaðarfundir þar. Fórum í leikhús með Díönu vinkonu hennar og nokkrum vinum mínum, hittum Kathrin eftir sýninguna og skemmtum okkur vel.

Ýmis tækifæri eru að líta dagsins ljós hjá Bottlefed, meira af því síðar.