Það var mikið!!
Höfðingjarnir hjá HaHa! (barkeðjunni sem ég vinn hjá) hafa loksins séð það í sóma sínum að veita okkur þrælunum smá partý. Venjulegir pöbbar og klúbbar eru oftast með nokkur svona á ári, ekkert mál, en HaHaHöfðingjarnir eru allt of uppteknir við að halda í aurana sína til þess. Framkvæmdastjórinn okkar hefur af og til verið að láta okkur vita af því hvað staðnum okkar gengur vel, miklu betur en í fyrra, en ekkert hefur bólað á neinum sérstökum þökkum, öðrum en launaseðlinum, sem er sjaldnast feitur. En, næstkomandi laugardag munum við sem höfum verið að vinna þarna amk síðusta hálfa árið fá að skella okkur á skauta og svo á pöbbann í boði fyrirtækisins, og er það vel. Man ekki hvort ég hafi minnst á það áður, en ég fékk líka launahækkun um daginn, stökk upp í heil 6 pund á tímann, sem, miðað við núverandi gengi, er um 1200 kall, ekki slæmt, en það hrekkur ekkert sérlega langt hérna úti. En maður á fyrir leigunni, og matnum, og bjórnum, þannig að maður getur ekki kvartað.
Var að fá upplýsingar um leiksýningu sem verið er að leita að leikurum í, ætla að reyna við hana. Nánari upplýsingar síðar.