miðvikudagur, janúar 09, 2008

Í fjarskanum heyrðist angistaróp

það hefði verið hægt að forðast skaðann; en til þess hefði þurft þekkingu, skjóta hugsun og jafnvel undraverða hæfileika í dulmálsafkóðun. Það var ekki til staðar... allavega ekki í miklu magni. Hinn særði reyndi að sannfæra Báknið að þessi meðferð væri ekki sanngjörn, en Báknið var á öðru máli, sagði reglurnar segja til um hvernig fara ætti með hans líka. En fórnarlambið neitaði að gefast upp! Innst í hjarta þess blundaði sú vitneskja... nei, sú trú að einhver væri á bandi þess. Það hlaut að vera.

**************************************************************************************

Doðranturinn skall á borðinu. Í hann voru skráð nöfn. Aragrúi nafna. Sum þeirra tilheyrðu fólki sem gæti haft samúð með hetjunni okkar, flest þeirra tilheyrðu fólki sem var alveg sama, örfá tilheyrðu fólki sem gæti ekki einu sinni skilið hana, og enn færri þeim sem gætu hjálpað. Til allrar hamingju vissi hetjan nafnið á þeim sem gæti hjálpað: Neytendastofa.

************************************************************************************

Ef svar Neytendastofu er það sem frizbee býst við, þá verða átök. Báknið verður ekki auðsigrað, en það er ekki ósigrandi. Jafnvel þó það heiti Glitnir!

Framhald... einhvern tímann

3 Comments:

At 11/1/08 21:56, Anonymous Nafnlaus said...

Einu fjötrarnir sem héldu Fenrisúlfinum hétu GLITNIR !
En hefur GLITNIR hald á þér ?

 
At 11/1/08 23:33, Blogger frizbee said...

Eins og er, já. En maður er ekki búinn að prófa allar undankomuleiðir!

 
At 18/1/08 01:37, Anonymous Nafnlaus said...

Fjötrarnir sem héldu Fenrisúlfi hétu Gleipnir. Svo þú ert í góðum málum bara.

 

Sendu inn athugasemd

<< Home