þriðjudagur, desember 11, 2007

Lífið er...

gott?

Ekki er það slæmt, til þess er ég allt of sáttur við sjálfan mig. En undanfarið hef ég tekið vanlíðunarköst þar sem mér finnst eins og bæði líkami og sál séu að verða mergsogin af öllu sem heitir orka. Varð einkar slæmt þar síðustu helgi. Já, góðu helgina. Skrýtið hvernig maður 'gleymir' að minnast á svona hluti. Hvað er að? Eyjar. Ekki góður staður fyrir mig. Er líka orðinn leiður á vinnunni. Langar út. Langar að byrja á ferlinum mínum... hver sem hann er. Langar að hitta vini mína úti. Langar að hitta vini mína og ættingja í Reykjavík oftar en ég geri. Langar að losna við Glitni af bakinu... en samt hætta sem fyrst að vinna þessi störf sem eru ekki fyrir mig. Langar ekki á sjó... en verð að komast á sjó! Langar að komast aftur í samband... en hef ekkert í samband að gera meðan að svona mikil óvissa ríkir í lífi mínu. Ekki það að ég vilji rútínu... en svona mikil óvissa er ekki góð. Er ég stressaður? Veit það nú ekki. Mér leiðist allt of mikið dagsdaglega til að vera stressaður. Hef reyndar áhyggjur af peningum. Hef litla stjórn á mér hvað þá varðar. Eða hvað? Er ég eitthvað verri en meðalmaðurinn? Hvað veit ég um það? Maður hefur oft heyrt fólk segja "ekki bíða eftir því að verða hamingjusamur seinna, byrjaðu að vera það núna!" Vandinn er að ég er, almennt séð, mjög hamingjusamur (hmmm). En þessi...kvíðaköst?...þunglyndisköst? (neeh)...leiðindaköst?... hverskonarköst sem þau eru, endurtaka sig oftar og oftar þessa dagana.

Síðasta helgi var, engu að síður, æðisleg! Þakka öllum sem komu við sögu fyrir sinn hlut í henni.

Kveðja, Ástþór stuðbolti!

2 Comments:

At 11/12/07 23:37, Blogger Huld said...

Elskan, svona er lífið víst stundum! ég skrifaði einmitt 20 síður (í prófi) í dag um neikvætt samband efnishyggju og hamingju. Skil því vel að þér leiðist að vinna fyrir Glitni.
En ef það er þér einhvurs virði þá finnst mér þú frábær... og ég bíð spennt eftir að sjá meira af þér í verkum framtíðarinnar en í sjómennskunni.
Hamingjan mun komast í jafnvægi hjá þér, það er víst. Láttu þér bara ekki leiðast of mikið á meðan;)
Luv U
Huld.

..já og helgin VAR frábær!

 
At 16/12/07 19:54, Anonymous Erna Björk said...

Ææææjjjj en leiðinlegt að heyra. Kíktu á bloggið mitt, þar er allavega eitthvað sem veitir þér augnabliksfró (hún sagði fró hehehehe).

Ég held þetta sé þessi týpíska kynslóðarkreppa sem margir á okkar aldri ganga í gegnum. No worries... þetta mun verða betra.

Svo er örstutt í Jólafrí!! vívíví. Þá hittast gamlir vinir og skemmta sér saman.

Knús
Erna Björk Hallbera

 

Sendu inn athugasemd

<< Home