mánudagur, desember 17, 2007

*Hóst*

Heima, veikur. Er þá ekki um að gera að nöldra aðeins?
Frétti fyrir stuttu af frumvarpi sem menntamálaráðherra hefur sett fram. Meðal þess sem kemur fram í því er heimild til foreldra til að mennta börnin sín heima. Er ég eitthvað skrýtinn eða er þetta fáránlegasta sparnaðaraðferð sem hægt er að beita í menntamálum? Ég get ekki ímyndað mér að Þorgerði detti í hug að þetta verði til bóta fyrir börnin, menntunarlega séð. Og hvaða félagslegu afleyðingar mun þetta hafa? Hvers konar fólk haldið þið að muni helst vilja mennta börnin sín heima? Eftir því sem ég hef séð af heimamenntuðu fólki (sem, ég verð að játa, er ekki mikið) í BNA þá er þetta aðallega komið úr strangtrúuðum fjölskyldum eða öðrum fjölskyldum sem hafa ekki mikið álit á öðru fólki almennt. Ekki hefur mikið farið fyrir víðsýni hjá þessu fólki. Ég er afskaplega hræddur um að ef að foreldrum verður leyft að "mennta" börnin sín heima, þá mun það einfaldlega geta af sér fleiri félagslega hefta og fáfróða einstaklinga í þessu samfélagi okkar.

Og ég er ekki hættur: hvað var eiginlega samþykkt í Balí? Af hverju er fólk að kalla þetta sögulega stund? Ef ég skil þetta rétt, þá hafa BNA-menn samþykkt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda eitthvað fyrir einhvern tíma.
Ég er með yfirlýsingu: Ég skuldbind mig hér með til að auka tungumálakunnáttu mína. Ég ætla að læra eitthvað í einhverju tungumáli einhvern tímann áður en ég dey. Finnst ykkur þetta ekki gott hjá mér? Er ég ekki duglegur?