mánudagur, desember 03, 2007

Ein góð búin, önnur betri framundan!

Síðasta helgi var drullufín: Póker heima hjá Hansa og smá pöbbaferð eftir hann á föstudeginum, og svo jólahlaðborð í Höllinni á laugardeginum. Jólahlaðborðið sjálft var ekkert sérstakt sem skemmtun, eiginlega hálf slappt, en maturinn var auðvitað snilld (enda Óli frændi einn af kokkunum), en kvöldið byrjaði mjög vel með smá upphitun heima hjá Vigdísi Láru, þar sem ég, hún og Ívar Torfa kláruðum næstum því heila rauðvínsflösku á mann, áður en við mættum upp í höll kl. tæplega átta. Svo var farið heim til Hildar Sævalds eftir Höllina, sem var bara snilld, og svo pöbbinn, sem var bara... tjah, pöbbinn. Seim óld seim óld. Hildur má alveg halda fleiri partý í framtíðinni í litla húsinu sínu, tvö komin og bæði verið algjör snilld!

En næsta helgi hlýtur að slá þessu öllu við, því þá mæti ég í partý í nýja húsnæði Leikfélags Kópavogs!!! Er auðvitað að vonast til þess að sem flestir, og helst allir, sem maður hefur unnið með hjá LK sjái sér fært að mæta og að kvöldið verði sem allra allra lengst! Svo er auðvitað theatre sport kvöld á fimmtudaginn... sem ég mæti líka á. Er reyndar að fara að mæta í bæinn á morgun, þar sem Herjólfur mun fara í slipp í Hafnarfirðinum. 5 dagar í borg óttans. Ekki slæmt.