þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Allir góðir hlutir taka sinn enda einhvern tímann

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því, en það þýðir ekkert að mér líki það eitthvað skár. Eins og þegar samband endar. Við skildum í góðu. Núna er ég bara þakklátur fyrir það að vera á námskeiði sem dreifir huganum á daginn, og get heimsótt fólk sem kætir mig og stappar í mig stálinu á kvöldin, svo hefur maður líka fésbók og emmessenn. Það hefði ekki verið gott að vera í rútínunni á Herjólfi í þessu ástandi.

Ég hef það ágætt, miðað við aðstæður.

2 Comments:

At 14/11/07 11:53, Huld said...

Þú ert alveg rosalega frábær Ástþór!
Láttu þér bara líða soldið illa og hættu því svo og þá líður þér alveg rosalega vel aftur..seinna...
Ég er sko langt komin með að læra sálfræði, altso;/
Vertu velkomin í kaffi á Mánagötuna ef þú átt einhverntíman leið þar um,
knús innifalið!

 
At 14/11/07 19:04, Hrefna said...

Knús til þín...sé þig á morgun hjá Auði. Tek undir hjá henni hérna fyrir ofan, þú ert frábær!

 

Sendu inn athugasemd

<< Home