sunnudagur, apríl 08, 2007

Stórviðburður!

Súperstuðbandið Ramanamahamanams (berist fram með ammrískum hreim) mun sýna og sanna tónlistarlega yfirburði sína á Conero frá 11 leitinu í kvöld. Já, það er rétt: við munum kalla yfir okkur reiði Guðs með því að gera eitthvað skemmtilegt í dag, og stuðla að viðskiptum með áfengi. Eins gott að það er ekkert helvíti til, því annars værum við örugglega á leiðinni þangað! Aldrei hefur eins mikill undirbúningur og metnaður verið lagðir í eina tónleika. Sem dæmi má nefna að ég áætla að hringja nokkur símtöl í dag til að fá lánaðan bassa. Ókeipis er inn á þennan stórviðburð, en þeir sem búa á fastalandinu eru allir of langt í burtu, þannig að bara hí á ykkur!