miðvikudagur, apríl 11, 2007

Stoppið stutta búið

Er kominn "heim" í íbúðina okkar Shonel og beint upp í rúm. Nei, ekki þannig! Ég var nefnilega með 40 stiga hita í gær. Liferni páskahátíðarinnar hefur greinilega tekið sinn toll, en það hafa labbað heim í byl og úrhellisrigningu á laugardagsmorguninn hefur örugglega verið kveikjan. Og ekki hjálpaði þessi litla "við viljum spila í jakkafötum" vitleysa félaga minna í Ramanamahamanams.

(hóst)

leiter

1 Comments:

At 13/4/07 18:20, Hillary said...

Það er það sama uppi á teningnum hérna megin, hósti, beinverkir og fljótandi augu. Málið er bara Ástþór að við erum að verða of gömul í svona djammerí (ég hef nú reyndar smá forskot á þig).

 

Sendu inn athugasemd

<< Home