föstudagur, apríl 06, 2007

Næsheit

Ég mætti á "tónleika" á Lundanum í gær. Ég set orðið innan gæsalappa vegna þess að þetta var svo afslappað og líbó að mér fannst eins og þetta væri bara stór vinahópur sem hefði hist og ákveðið að skiptast á að spila tónlist. Það var mikil umferð á og af sviðinu, og svo skemmtilega vildi til að frizbee fékk að baða sig í sviðsljósinu í smá stund. Enginn þurfti að vekja aðdáun neins, feilar í hljóðfæraleik, söng eða textameðferð vöktu bara kátínu og allir voru bara svo helvíti afslappaðir. Svo er ekki á hverjum degi sem maður sér menn flytja Sigur-Rósar-ábreiðu... og setja mann í gæsarham.

Já, í dag er föstudagurinn langi. Ætli fréttastofurnar segi frá geðsjúklingunum sem láta krossfesta sig á hverju ári? Nei, ætli það nokkuð...