mánudagur, mars 05, 2007

Móment

Skrapp inn í miðborg um daginn til að hitta Einar stóra bróður og Steina vinnufélaga hans, sem voru í smá stoppi á leiðinni heim frá Madríd, þar sem þeir höfðu sótt fagsýningu á vegum vinnunnar. Hittingurinn var allur hinn skemmtilegasti, þótt hann hafi mátt vera öllu lengri, en félagarnir þurftu að vera með rænu um 6leitið um morguninn, þannig að ekki var hægt að sleppa af sér öllum beislum.

En "mómentið" átti sér stað áður en ég hitti á þá félaga: Ég var nýstiginn út úr Charing Cross lestarstöðinni þegar ein vinkona mín sendi mér sms til að spyrja hvort ég væri að horfa á tunglmyrkvann sem var í gangi. Þar sem Einar og Steini voru enn á sýningu Blue Man Group, og ég hafði tíma aflögu, stoppaði ég einfaldlega úti á stétt og byrjaði að glápa út í loftið. Ég var auðvitað var við fólk sem var forvitið um hvað ég væri að horfa á, og leið eins og ég væri að taka þátt í falinni myndavél. En smátt og smátt fóru sumir að staldra við og horfa á fyrirbærið með mér. Mér finnst alltaf gaman af þessum sjaldgæfu augnablikum þegar maður deilir einhverju sérstöku með ókunnugum.

2 Comments:

At 5/3/07 23:16, Erna Björk said...

Vá þetta hefur bara verið eins og atriði í bíómynd;)

Life is like a box of chocolate. You never know what you are going to get:D

 
At 9/3/07 15:33, Rannveig said...

má til með að kommenta á færsluna hér á undan þó seint sé. Það kemur vissulega fyrir að boðið er upp á leiklist í grunnskólum en það er þá yfirleitt í því formi að setja upp eitthvert ákveðið leikrit fyrir árshátíð eða eitthvað slíkt. ekki leiklistarnámskeið þar sem krakkarnir vinna sjálfir, kynnast spuna og gera eitthvað skapandi og skemmtilegt. Í framhaldsskólunum held ég að leiklistarkennsla sé aðallega utan skóla á vegum nemendafélaga og slíkt. ég væri sko alveg til í að breyta þessu og gera leiklistina meira áberandi, hef sjálf aðeins fiktað með að nota spuna í lífsleiknikennslu, það svínvirkar.

 

Sendu inn athugasemd

<< Home