miðvikudagur, mars 28, 2007

Fastir liðir

frizbee er að fá kvíðakast enn og aftur. Lokaverkefnið er í krísu, þar sem ég er ekki tilbúinn með mikið efni, og Jason vill að sem mest verði á svipuðum nótum og flóknasti kaflinn, sem tók okkur 1/3 af æfingatímanum, en er aðeins ein og hálf mínúta að lengd. Strákarnir eru mjög hjálpsamir og koma með mikið af hugmyndum, en gallinn er að það er eiginlega ekki hægt að ákveða hvort eitthvað virkar eða ekki fyrr en það hefur verið prófað og keyrt nokkrum sinnum, og við höfum takmarkaðan tíma til að prófa hverja einustu hugmynd. Eins gott að ég stytti páskafríið mitt.

Ég hef aldrei haft mikið álit á Chuck Norris, þar til nú. Ég hafði eitthvað heyrt um þennan lista, en hafði aldrei komist í tæri við hann. Núna er uppáhalds hugtakið mitt "Roundhouse kick"!!!

1 Comments:

At 31/3/07 00:15, Marta Sif said...

Hæ Ástþór! Langaði bara að segja hæ, eitthvað svo rosaslega langt síðan ég hef séð en ég kikji altaf á bloggið öðru hverju. Gangi þér ógeðslega vel með lokaverkefnið!

 

Sendu inn athugasemd

<< Home