sunnudagur, mars 11, 2007

Einfalt

Var að leita að heimildum um Philip Glass, og ágætis byrjunarreitur er Wikipedia (ég veit að það er ekki áreiðanlegasta heimild í heimi, en hún getur vísað manni í rétta átt. Allavega, ég tók eftir því að niðri til vinstri er hægt að velja um mismunandi tungumál og eitt þeirra er "simple english". Ákvað að tékka hver munurinn væri, og útkoman kom mér svolítið á óvart. Prófið bara að leita að Philip Glass og velja síðan simple english. Ég gerði ekki ráð fyrir að það yrði svona einfalt.

Við skötuhjúin kíktum með vinum okkar á Blue Man Group og skemmtum okkur alveg hreint stórkostlega. Kvöldið í heild sinni var líka helvíti notalegt þar sem við fengum okkur drykk fyrir og eftir sýninguna og löbbuðum yfir Thames áður en við náðum í síðustu lestina heim. Fattaði svo eitt: ég hef aldrei farið á "double date" áður :)

3 Comments:

At 12/3/07 13:47, Gummi lú said...

Flott mynd.

 
At 12/3/07 21:38, frizbee said...

Takk :)

 
At 12/3/07 22:55, Borgþór said...

Koyaanisqatsi er æðislegt eftir kauða.. svakalegur drungi

En já þetta er ekkert smá góð mynd!

 

Sendu inn athugasemd

<< Home