miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Vel á verði!

Fjölmiðlavarðhundarnir passa að það sem virkilega skiptir máli fái athygli almennings í Bandaríkjunum.

Allir saman nú: Hverjum ER ekki sama?!?

Írak? pf! Darfur hvað? Anna Nicole er fyrirmynd okkar allra! Nú er bara spurning hvar reisa skuli minnisvarðann um þessa miklu manneskju...

"Fyrir þjóð sem er að takast á við missi..." AHAHAHAHAHAH! ERTEKKAÐGRÍNAST???

5 Comments:

At 15/2/07 01:06, Erna Björk said...

Æji já, vissulega er þetta sorglegur atburður. Móðurlaust lítið barna og of mikið af hörmulegum atburðum hjá nánustu aðstandendum Anna Nicole á of stuttum tíma. En telst þetta stórfrétt? Stærra og meira en það sem er að gerast út í hinum stóra heimi? Það finnst mér varla. Fyndið að fréttastofurnar sitji undir gagnrýni, eru ekki svona tíu "gossip" sjónvarpsstöðvar þarna úti sem fjalla um "The Anna Nicole saga" 24/7?? Ææææjjjj...*dæs*

 
At 15/2/07 11:09, frizbee said...

Já, auðvitað er það mikill harmleikur þegar einhver nákominn manni deyr. En samfélagið syrgir ekki nema að um sé að ræða manneskju sem hefur haft jákvæð áhrif út á við í lífi sínu, og Frú Anna gat varla státað af neinu slíku.

 
At 16/2/07 09:03, hs said...

ERTEKKAÐGRÍNAST???

Jú reyndar. Þetta kemur af vefnum The Borowitz Report sem sérhæfir sig grínfréttum. Hvervegna mbl.is kýs að birta þessa frétt er hinsvegar rannsóknarefni út af fyrir sig.

Muna að lesa alltaf til enda!

 
At 16/2/07 09:48, frizbee said...

hmmm... líður hálf kjánalega núna...

En já, hvað var mbl eiginlega að spá???

 
At 22/2/07 01:48, Erna Björk said...

Koma svo Ástþór og blogga!!!

Btw... ég er ekki orðin symetrísk þó að ég hafi látið laga eyrað:) Þú veist vel að það finnst varla skakkari kona en ég;)

 

Sendu inn athugasemd

<< Home