mánudagur, febrúar 26, 2007

Ég var latur...

Undanfarið hef ég ekki fundið fyrir mikilli þörf til að blogga, eins og þið hafið væntanlega tekið eftir, jafnvel þó það hafi ýmislegt drifið á daga mína sem ég gæti talað um.

En um daginn ákvað ég að kíkja á gamlar færslur hérna á blogginu og valdi mánuð af handahófi. Það er skemmst frá því að segja að ég hafði bara drullugaman af því, bæði að rifja upp minningar og lesa commentin frá ykkur, og ákvað því að nú skildi ég taka mig taki og fara að blogga meira. Jafnvel þótt það sé bara að segja frá enn öðru partýinu sem öllum öðrum er sama um nema mér, þá skal ég skrifa!

Og hvað er að frétta akkúrat núna? Tjah, lokaverkefnið byrjar vel. Við félagarnir höfum gaman af því að vinna saman og erum að gera margar tilraunir með hluti sem væri skemmtilegt að gera (og sjá) á sviði. Vonandi höldum við áfram á sömu braut, oft vill maður komast á fljúgandi start og verða síðan bensínlaus þegar helmingurinn er eftir. Krossleggjum nú fingur..