mánudagur, febrúar 12, 2007

Ekki í lagi

Væri ekki í lagi að nota peningana í eitthvað annað? Er þetta ekki hámark sjálfselskunnar? Persónulega finnst mér dálítið heimskulegt að láta líkkistuna sína líta á ákveðinn hátt út þegar maður er ekki í aðstöðu til þess að njóta hennar. Þegar ég dey, ætla ég að vona að ég verði einfaldlega grafinn í kistu úr spónaplötum, og kostnaður við að fá "alvöru" kistu verði gefinn til líknarmála. Mér verður alveg nákvæmlega sama.

5 Comments:

At 13/2/07 11:34, Siggalára said...

Þórbergur Þórðarson vildi bara láta "hola sér niður eins og hverjum öðrum kaffibrúsa." Veit ekki hvort það var látið eftir honum. Enda mætti ætla að kaffibrúsalaga kista myndi kosta sitt...

 
At 13/2/07 13:36, Gummi said...

ER ekki málið bara að láta henda sér í svartan ruslapoka og fá að fara með í einhvern húsgrunninn, þá þarf ekki að splæsa í gröfu.

 
At 13/2/07 16:32, frizbee said...

tjah, mér vaeri sama, en myndi fasteignaverdid thá ekki hrynja?

 
At 13/2/07 17:25, Gummi said...

Ekki ef þú værir orðinn frægur. Skemmtilegt kaffi spjall. "Vissuð þið að þetta hús er byggt á Ástþóri Ágústsyni Leikara og bassaleikara".
Erfit að toppa það.

 
At 13/2/07 20:15, frizbee said...

Þú segir nokkuð :D

 

Sendu inn athugasemd

<< Home