miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Best að passa sig

Í þessum skrifuðu orðum er veðurfræðingurinn að vara okkur öll við því sem búist er við að verði ein mesta snjókoma sem England hefur séð í langan tíma. Tölurnar sem ég hef séð í spánum eru nú ekkert rosalegar, en við Íslendingar erum svosem öllu vön. En miðað við hvernig Englendingar hafa ráðið (eða ekki ráðið) við örlitla föl á jörðu, þá er spurning hvort ég ætti ekki að sleppa því að vera með tónlist í eyrunum á leiðinni milli heimilis og skóla á morgun, bara til að vera tilbúinn ef einhver bifreiðin skildi fljúga upp á gangstétt.

Pearl Jam verða með tónleika í London, daginn eftir að ég fer á Muse! Náði ekki að verða mér úti um miða, en spurning hvort ég mæti ekki fyrir utan höllina í þeirri veiku von um að verða mér út um miða á síðustu stundu... ef það reddast, þá verða þetta MAGNAÐIR 2 dagar!

2 Comments:

At 7/2/07 22:18, fangor said...

öfund....!

 
At 9/2/07 02:45, Erna Björk said...

mmm... Muse *sleeeef*

 

Sendu inn athugasemd

<< Home