mánudagur, janúar 15, 2007

Tengingin er komin

Þá erum við skötuhjúin loksins tengd við veraldarvefinn á heimili okkar og ég get aukið samskipti mín við vini og vandamenn heima.

Við kíktum á Kneehigh á laugardagskvöldið og sáum tjáningu þeirra á ævintýrinu um Rapunzel. Þvílíkir snillingar!!! Það er ótrúlegt að maður sé ekki búinn að drulla sér fyrr á sýningu hjá þeim, en það er skrýtin regla sem gildir um lífið hérna úti: þegar það er svo ótrúlega margt fyrir mann að gera, þá endar það einhvern veginn með að maður gerir ekki neitt. En allavega, svona leiklist langar mig að búa til. Ekki eingöngu, en mestmegnis. Svo mikil tónlist og sköpunargleði, og bara skemmtun. Erfitt að segja til um hvor hópurinn er að skemmta sér betur, áhorfendurnir eða leikararnir. Og er það ekki ástæðan fyrir því að maður er að þessu, að hafa gaman af vinnunni sinni?
Gluggaði í viðtal við William H. Macy þar sem hann segir að leikarastarfið sé “lokað” starf. Hann talar um hversu heftur maður sé sem leikari þar sem maður hefur lítið sem ekkert að gera með sköpunarferlið, það sé starf leikstjórans og handritshöfundarins. Voðalega er Kaninn eitthvað þröngsýnn þegar að það kemur að leiklist. Er alltaf jafn feginn að hafa skipt af American Theatre Arts yfir á ETA.

27. jan verður stór dagur hjá mér. Fer að hitta frú Hayley Carmichael, sem er einn af stofnendum Told By An Idiot, til að fræðast um leikfélagið hennar... og vonandi að heilla hana upp úr skónum svo hún bjóði mér hlutverk í framtíðinni ; )
... svo er Shonel að halda upp á afmælið sitt á bar í Soho um kvöldið. Gamangaman

Vatnshitarinn í íbúðinni okkar bilaði í síðustu viku. Fengum mann í heimsókn sem lagaði hann í gær... sem er ekki frásögu færandi í sjálfu sér. Nema hvað að maðurinn – hitakútsviðgerðarmaðurinn – heitir Kelvin!!!

6 Comments:

At 16/1/07 12:33, Siggalára said...

Já, Kaninn er skrítinn. Ég fór fyrir nokkrum árum á... lærismiðju (?) hjá bandarískum kennurum með fullt af bandarískum öppendkomming nemendum.

Skemmst frá því að segja að flestir voru að skrifa eitthvað sem minnti á frekar léleg b-mynda handrit.

Þeim fannst ég vera framúrstefnuhöfundur. Og vissu nú bara ekkert hvað þær áttu að gera við Elísabetu Jökuls...

 
At 16/1/07 13:56, Íris Sig said...

Hæ :)
Kelvin svona hræðilegt nafn?? Mér finnst þetta nafnafordómar!

 
At 16/1/07 20:48, frizbee said...

Tókst þú ekki eðlisfræði í framhaldsskóla Íris mín? Kelvin er hitamælieining :Þ

 
At 19/1/07 13:38, Varríus said...

Lengi lifi Kneehigh!

 
At 19/1/07 16:38, Helgi said...

Ég fattaði Kelvin brandarann. Og fannst hann meira að segja fyndinn.
Enda nörd.

 
At 20/1/07 12:51, frizbee said...

Góður Helgi!

EINA PÖNNU HÉRNA!!!!

 

Sendu inn athugasemd

<< Home