mánudagur, janúar 29, 2007

Nú líður mér betur

Celebrity Big Brother tók enda í gær, sem þýðir að ég er búinn að fá morgunsjónvarpið mitt aftur, sem og að ég þarf ekki að forðast stofuna milli 9 og 10 á kvöldin (já, CBB var á dagskrá TVISVAR Á DAG!!!) Ég tók eftir því að fréttir af "atvikinu" (nokkrir þáttakendurnir létu orð fjalla sem teljast ekki beint pólitískt rétt um indverska þáttakandann) í þáttaröðinni náðu til Íslands, þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig umföllunin er búin að vera hérna úti.

Laugardagurinn var hinn ágætasti. Ég fór inn í miðborg og var á flakki í nokkra tíma, sem getur stundum verið dálítið stressandi, sérstaklega ef ég er mikið að taka neðanjarðarlestirnar, en ég lét verða af því fyrir nokkru að fá mér nýjan síma, og skoppaði því um allt með eyrun full af tónlist. Lét það ekki einu sinni á mig fá að ein lestin sem ég ætlaði að taka væri pakkfull og ég þurfti að bíða eftir næstu. Hefði átt að vera löngu búinn að þessu.

2 vikur eftir af Kantor, pólskum leiklistargúrú sem var örugglega sinn eiginn stærsti aðdáandi (nenni ekki að lýsa honum nákvæmlega), svo byrjum við á lokaverkefninu. Ef ég heyri aldrei á þennan mann minnst aftur, þá dey ég hamingjusamur maður!