fimmtudagur, desember 28, 2006

Verí interesting

Gegn um tíðina hefur fólk, með einum eða öðrum hætti, bent mér á að ég sé með mjög "svart" andlitsfall, og mér hefur verið líkt við ótrúlegustu menn sem allir eiga það sameiginlegt að vera svartir. Hef ég ósjaldan verið spurður hvort eitthvað svart blóð sé í ættinni minni sem ég hef aldrei getað gefið pottþétt svar við.

Ég hef spáð mikið í því hvaðan þetta svarta blóð ætti að geta komið, því enginn man eftir neinum svertingjum innan fjölskyldunnar, og hefur mér þótt erfitt að ímynda mér einhverja íslendinga að heimækja Afríku eða eiga vingott við þræla í annarri hvorri Ameríkunni einhvern tímann langt aftur í öldum.

En nýlega fékk ég lítinn fróðleiksmola sem er möguleg útskýring á þessu: Shonel fór nefnilega á e-s konar málfund með svörtum leikstjóra um stöðu minnihlutahópa í ensku leikhúsi. Minntist sá ágæti maður á að eitt eða fleiri gömlu skosku klananna hafi samanstaðið af svertingjum, og því er ekki erfitt að ímynda sér að víkingarnir, eða seinni tíma fólk hafi eitthvað heimsótt þá.

Skemmtilegt, ekki satt?