mánudagur, september 25, 2006

Nanna getur andað léttar

Kominn í land, öllu ríkari. Þarf m.a.s. ekki að taka eins stórt lán fyrir skólagjöldunum eins og tvö síðastliðin ár.

Túrinn var svona upp og ofan. Þótti súrt að vera svona lengi á sjó, og þá helst að missa af síðasta helgardjamminu áður en ég fer út. En ekki er á allt kosið eins og einhver besservisserinn sagði einu sinni og ég get ekki verið annað en sáttur við útkomuna á þessu. Þarf reyndar að seinka fluginu mínu út um einn dag, með tilheyrandi kostnaði, en fokk itt! Ég á pening!!! Bjór á línuna!

6 Comments:

At 25/9/06 18:54, Gummi said...

Þú stoppar bara hjá mér áður en þú ferð út og við fáum okkur nokkra bjóra, eða við kíkjum á kaffi hús.

 
At 26/9/06 09:38, Hrefna said...

Og hvenær ferðu þá? Kannski maður nái að segja bless áður en þú ferð?

 
At 26/9/06 12:10, frizbee said...

Ég tek á loft klukkan 7 í fyrramálið. Er eiginlega búinn að plana kvöldið. Frekar súrt að hafa svona lítinn tíma áður en maður fer út, allt of mikið af fólki sem maður vill hitta!

 
At 26/9/06 16:17, Hrefna said...

ok þá segi ég bara bless og góða ferð og gangi allt vel :)

 
At 26/9/06 19:50, fangor said...

aaaaaahh!
eins gott.
rosalega erfitt að anda svona þungt vikum saman. hlakka til að sjá þig

 
At 6/10/06 05:44, Andri Hugo said...

Hey, má ég fá bjór?

 

Sendu inn athugasemd

<< Home