fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Súrt og Sætt

Það súra: Shonel kemst ekki til landsins. Svo virðist sem hálfur hnötturinn sé að fara að heimsækja Danmörk og Ísland (íslenska sendiráðið ræður greinilega ekki við notkun stimpla, og lætur því danska sendiráðið um að gefa út vegabréfsáritanir til fólks sem kemur frá of hættulegum löndum til þess að ferðast eins og það vill) því þegar mín heittelskaða ætlaði að panta sér tíma, gat hún ekki fengið tíma fyrr en 7. september, en planið var að hún kæmi og upplifði Menningarnótt. Hef ég minnst á að ég hata skriffinnsku?

En, ég ætla að hlýða honum Sverri Stormsker og horfa á björtu hliðarnar, því nú fækkar plönuðum frídögum hjá mér um tvo, þannig að ég kemst með Sýnum til Dalvíkur og fæ að sjá Mávinn! ... sem og umgangast þetta yndislega fólk í u.þ.b. tvo sólarhringa!!!

Heyrðu, svo er bara að koma Þjóðhátíð! Verður stuð!