mánudagur, júlí 24, 2006

Undirskriftarlisti

Við undirrituð viljum hér með biðja Stuðmenn kurteisislega um að leggja niður störf hið snarasta, í ljósi þess að leiðindi og pirringur af ykkar völdum eru komin upp úr öllu valdi. Lengi vel hafið þið verið eitt ofmetnasta band landsins og hafið af einhverri undarlegri ástæðu fengið að njóta vafans þegar kemur að ömurlegum lagasmíðum því þið voruð nú einu sinni góð hljómsveit og fólk afsakar ykkur með því að þið séuð bara svona "spes". En nú er svo komið að ef við þurfum að heyra eitt enn "séríslenskt" Stuðmannalag, þá gæti vel farið svo að einhver hreinlega missi vitið og gangi berserksgang, sem skapar augljóslega hættu fyrir viðkomandi og alla sem eru nálægir. Vinsamlegast hættið þessum óbjóði! Þó að þið séuð löngu búin að missa af tækifærinu til að, eins og enskumælandi fólk tekur til orða, "quit while you're ahead", þá er kannski góð regla að þegar maður finnur sig í holu er um að gera að hætta að grafa!


P.S. Textahöfundur lagsins "Á röltinu í Reykjavík" má líka skammast sín... vel og lengi

8 Comments:

At 29/7/06 11:39, Rannveig said...

ég skal skrifa undir þetta hvenær sem er. annars heyri ég að sumargleðin sé að koma saman á ný heldur fámennari en áður er ekki hægt að innlima stuðmenn í sumargleðina og senda svo allt draslið eitthvert þar sem við þurfum ekki að hlusta á þennan ófögnuð.

 
At 29/7/06 13:20, Varríus said...

Á sama tíma og Stuðmenn eru staddir í sinni holu og geta ekki hætt að grafa er enn og aftur blásið lífi í hugmyndina um Vestmannaeyjagöng.

Þarna virðist komið kjörið tækifæri til samlegðaráhrifa.

 
At 29/7/06 15:48, frizbee said...

bíddubíddu, (í aðvörunartón) ertu að segja að Vestmannaeyjagöng séu eitthvað slæm hugmynd???

 
At 29/7/06 17:42, Varríus said...

Allsekki. Reyndar er ég alfarið sannfærður um ágæti þeirra eftir síðustu ritgerð mr. Eagleclaw um efnið.

Og þeim mun betri hugmynd að nýta ódýrt vinnuafl Stuðmanna til verksins, sem bæði vita ekki hvenær á að hætta að grafa og hafa auk þess löngum verið með nokkuð illvígt Eyjafetish.

 
At 29/7/06 20:50, frizbee said...

Góð hugmynd :D

 
At 30/7/06 00:18, Hillary said...

Sem talsmaður þrýstihóps meðal áhafnarmeðlima Herjólfs þá kvitta ég fyrir þeirra hönd og minnar eigin undir þetta skjal og við viljum fara fram á það að hætt verði við komu þeirra á Þjóðhátíð 2006. Takk fyrir og lifið heil!

 
At 31/7/06 15:29, hs said...

Heyr, heyr!

 
At 2/8/06 10:44, Laui said...

Heyr, heyr.
Enough is enough segi ég og vona að þessi "músík" stuðmanna hætti að hljóma í eyrum manna þegar maður kveikir á útvarpinu!

 

Sendu inn athugasemd

<< Home