mánudagur, júlí 03, 2006

Heim á ný

Lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan tæplega þrjú og dreif mig beint í bæinn. Sit núna á Litla Ljóta Andarunganum og vafra á veraldarvefnum meðan ég bíð eftir Gumma Lú, sem ætlar að skjóta skjólshúsi yfir mig í nótt, og held síðan á eyjuna fögru á morgun.

Lokaball Rose Bruford var hið ágætasta, nema hvað að ég saknaði þess að eiga myndavél til að setja mynningarnar frá því í stafrænt form.

Lenti í þeirri óvenjulegu (og dálítið óþægilegu) reynslu að mæta svanafjölskyldu á þröngum stíg á leiðinni í skólann á föstudaginn, en þar sem ég var að flýta mér varð ég að mjaka mér framhjá þeim í þeirri von að styggja foreldrana ekki... pabbinn hvæsti á mig, en lét þar við sitja. Lesendum er hér með stranglega bannað að flissa. Eru þetta ekki stórhættuleg kvikyndi í návígi?

Svo er bara að byrja að byggja og safna á miðvikudaginn.

2 Comments:

At 4/7/06 04:14, Andri Hugo said...

Nei, ertu ekki að meina strúta? Eða ljón?

 
At 4/7/06 18:26, Hrefna said...

ha ha ha:) Velkominn heim...vonandi tókstu einhverja sól með þér hingað, ekki veitir af!

 

Sendu inn athugasemd

<< Home