fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Lífið verður stöðugt betra

Fyrsti hluti þessarrar færslu er skrifaður á laugardaginn síðastliðinn

...þótt mennirnir sem ég var að væla yfir séu enn þá jafn erfiðir, þá erum við búin að finna okkur ýmislegt til þess að stytta okkur stundir þegar við erum ekki í skólanum. Ég og Daniel, vinur minn, erum búnir að finna nokkrar billjardstofur og, með hjálp tveggja vinalegra Eista (tíhí), erum við búnir að læra að spila rússneskan billjard, sem er erfiðari en andskotinn!!! Borðin eru jafn stór og snókerborð, en vasarnir eru þrengri, og kúlurnar eru á stærð við venjulegar billjardkúlur. En auk þess erum við líka búnir að finna stofu þar sem við getum spilað snóker, og við munum væntanlegar eyða stórum hluta frítíma okkar þar... sérstaklega þar sem klukkutíminn kostar aðeins 300 kall : )

Síðasta föstudag fór ég með nokkrum úr hópnum á skauta, og stóð mig bara nokkuð vel miðað við að þetta væri fyrsta skiptið mitt: datt aðeins þrisvar sinnum, og aldrei beint á rassgatið. frizbee er stoltur!

fimmtudagur, 2. febrúar

félagsskítarnir eru á förum!!! Sem þýðir að við hin getum loksins farið að njóta þessarar frábæru reynslu til fullnustu. Ég veit að það er ekki vottur um mikinn náungakærleik að fagna brotthvarfi fólks, en þeir voru bara svo ÓGEÐSLEGA erfiðir, leiðinlegir og lélegir að það kom hreinlega niður á vinnu þeirra sem lentu með þeim í hóp.

Stór áform framundan: Mardi, leiklistarkennarinn okkar hérna úti, er búin að bjóðast til að fara með okkur út fyrir Tallinn í útjaðar borgar sem heitir Tartu, og eyða með okkur tveimur dögum í sumarbústað úti í náttúrunni og vera með kennslu þar. Mikil spenna. Auk þess er ég búinn að finna tíma til að skreppa til London og hitta Shonel í tvo daga, sem er vægast sagt yndisleg tilhugsun.

Í stuttu máli: allt á uppleið og lífið leikur við frizbee. Að lokum óska ég Siggu Láru innilega til hamingju með litlu dramadrottninguna hennar og vona að hún fari ekki of langt yfir strikið á fyrsta fylleríinu sínu, sem ætti ekki að vera of langt undan núna : D

5 Comments:

At 5/2/06 02:38, Skotta said...

til hamingju með að vera laus við fíflin.

 
At 5/2/06 23:40, gumster said...

Það hefur líka fjölgað hjá Helga Róbert og Maríu. 19 janúar, strákur 16 merkur og 56 cm.

 
At 7/2/06 01:15, hs said...

Hafandi áhyggjur af þér svona einum í útlandinu er traustvekjandi að heyra að þú njótir hjálpar tveggja vinalegra Eista.
Ég hefði að vísu að óbreyttu gengið út frá því að svo væri en það er gott að fá það staðfest með óyggjandi hætti.

 
At 7/2/06 17:41, Ditrius said...

You go Friz. Tartu er snilldar borg

 
At 8/2/06 10:09, frizbee said...

Jamms, gummi. Eg vissi af erfingjanum hja Helga og Mariu, spjalladi vid kallinn a MSN um daginn :)

 

Sendu inn athugasemd

<< Home