fimmtudagur, júlí 28, 2005

Stundin nálgast

Þabbarað koma Húkkaraball! Sem þýðir að í kvöld verðum ég og Jón Helgi formlega vígðir inn í Vini Ketils Bónda. Hvers konar meðferð við fáum í kvöld veit ég ekki, vona bara að hún leiði ekki til veikinda...

Svo er bara að vinna vinna vinna yfir Þjóðhátíðina. Eina sem ég mun leyfa mér að gera er að djamma á sunnudagskvöldið/nóttina/mánudagsmorgun/eftirmiðdegi... og sjá Hoffman í frysta skiptið á ævi minni :) , en þeir munu spila strax eftir brennuna á morgun. Næsta skólaár (ef ég hef efni á því að fara aftur út) mun frizbee taka á því hvað varðar sparnað: ekki eins margar pöbbaferðir og reyna að redda sér vinnu aðra hverja helgi! Það er tvennt sem hvetur mig til sparnaðar: Annars vegar langar mig ekkert að vinna aftur á Þjóðhátíð, allavega ekki jafn mikið, og hins vegar langar mig ALLS EKKI að vera í þrjá mánuði í burtu frá Shonel aftur... ef við verðum enn þá saman... sjöníuþrettán.

Njótið helgarinnar!

2 Comments:

At 4/8/05 18:29, Gumster said...

Er ekki stundin liðin??????

 
At 5/8/05 00:42, frizbee said...

Pósturinn fór inn um morguninn, dúfus!

 

Sendu inn athugasemd

<< Home