laugardagur, júlí 16, 2005

Pirr!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Það eru fjögur börn undir 6 ára aldri á heimili mínu þessa helgina. Sem þýðir bara eitt: frizbee er ekki skemmt. Fjórir krakkar undir sama þaki er bara ávísun á LÆTI!!! Ef þau eru ekki hlaupandi út um allt, skríkjandi og öskrandi, þá er eitthvert þeirra vælandi, eða þau öll í kór!!! Þessi andúð mín yfirfærist reyndar ekki á öll börn, bara þessi... þegar þau koma saman. Aldrei, aldreialdreialdrei skal frizbee verða faðir. Ok, aldrei að segja aldrei, en það er MJÖG ólíklegt!

1 Comments:

At 19/7/05 12:41, Snorri Hergill said...

Börn eru prýðileg getnaðarvörn.

 

Sendu inn athugasemd

<< Home