þriðjudagur, júlí 19, 2005

Merkileg uppgötvun!

Ég neyti aðallega hins vinsæla Skyr.is drykks í kaffitímum mínum. Stundum, þegar umræðuefnið í kaffiskúrnum hjá verktakafyrirtækinu Steina og Olla ehf. verður lítt spennandi, fer hugurinn að reika og frizbee fer að spá í hinum furðulegustu hlutum og/eða grandskoða hvað sem það er sem hann er með í höndunum. Nú seinast var það tóm Skyr.is dolla sem varð fyrir valinu og leiddi þessi skoðun dálítið merkilegt í ljós: Skyr.is drykkurinn inniheldur fenílalanín!!!

Þetta finnst mér merkilegt!

Ef þið trúið mér ekki, þá getið þið bara gáð sjálf!Hvað er fenílalanín?

... og af hverju þarf ég að vita að það sé í skyrdrykknum mínum???

3 Comments:

At 20/7/05 00:35, Þórunn Gréta said...

Fenilananín er þrennan UUU (amínósýra) á RNA sem ríbósómin lesa, en þar stendur hvaða amínósýrur eiga að tengjast. DNA er kjarnsýra sem geymir allar upplýsingar um starfsemi frumunnar en RNA umritast af DNA og flyst út í umfrymið. Ríbósómin innihalda öll ensím sem þarf til að tengja saman amínósýrur í prótín.

Skyrin eru alltaf að keppast um að hafa sem mest af svona dóti í sér... þess vegna þarftu að vita að fenilananín sé einmitt í skyrinu þínu. Og nú hefurðu fulla heimild til að útnefna mig leiðinlegustu manneskju sem þú hefur nokkru sinni kynnst ;)

 
At 20/7/05 11:50, Gummi L Þ said...

Leiðinlegar spurningar heimta leiðinleg svör. Þórunn mín þú færð plús í kladdan fyrir þetta. He he he he.

 
At 20/7/05 13:25, frizbee said...

Uhm... já... okei takk *klór-í-haus*

 

Sendu inn athugasemd

<< Home