miðvikudagur, júlí 13, 2005

*HÓST*

Tók mér frí frá vinnu í gær vegna þess sem ég taldi vera hálsbólga. Heimaseta, rúllukragapeysa og norskir brjóstdropar áttu nú aldeilis að sjá við þeim vágesti og það undir eins. Nú er ég farinn að hallast að því að þetta sé eitthvað annað... og verra. Gæti verið að ég hafi bara verið heppinn að smitast ekki af hettusóttinni hérna um daginn? Gæti þetta verið svona Final Destination dæmi, sem sagt, mér var ætlað að fá hettusótt, náði að forðast hana, og í bræði sinni leið hún yfir Atlantshafið (einhvern veginn get ég ekki ímyndað mér að sýklaský geti "þotið"), lagðist á svona þrjá-fjóra grunlausa vegfarendur bara til að safna kröftum og fá útrás í leiðinni og svo á endanum fundið mig og tekið sér bólfestu í skrokknum mínum??? Ef svo er, þá er ég ekki að fara neitt út úr húsi næstu vikuna eða svo, sem þýðir engar tekjur!!! Hver sem þessi yfirnáttúrulega vera er sem er staðráðin í að eyðileggja allt fyrir mér og - óbeint - Shonel, þá má hún vita þetta: You've fucked with the wrong hombre!

*hóst*

4 Comments:

At 13/7/05 16:42, Elín said...

*hóst* ....oj ég er einmitt líka með svona kverkaskít....
það var einhver að segja mér frá svona háls vírus sem er víst að ganga byrjar á ertingu í hálsi svo fer skinnið að losna að innan frá, maður hóstar upp skinntætlum svo að lokum étur hann sig alveg í gegn, þangað til að hausinn dettur af.... gæti það nokkuð verið þetta sem þú ert með?

 
At 14/7/05 17:12, frizbee said...

Veistu, það gæti kannski bara verið :o

:D

 
At 14/7/05 17:17, Andri Hugo said...

Jahérna ... fyrir mann sem gefur sig út fyrir að vera trúlausan og raunsæismann þá þykir mér þú trúa óþarflega mikið á örglög og yfirnáttúruleg öfl.

 
At 15/7/05 13:49, frizbee said...

BÆT MÍ!

 

Sendu inn athugasemd

<< Home