laugardagur, júlí 23, 2005

Eitt er erfitt:

Að tjá sig um flókin mál sem kosta mikil skrif. Oftast er það hreinlega leti sem hindrar mig, en svo þegar ég finn í mér þörfina til að skrifa, lúffa ég fyrir þeirri tilfinningu að ég viti hreinlega ekkert hvað ég er að segja.
Sem betur fer er til fólk sem er aðeins betra en ég í þessum efnum og því er bara um að gera að benda á þau. Annars vegar er Sigga Lára, leikskáld og söngdíva með meiru, sem skrifaði tvær snilldarhugleiðingar um "ástandið í heiminum í dag" (ægilega þreytt orðatiltæki, finnst mér): "Stríðum - Gegn stríði" og "Málsvari Skrattans"
Svo er það Toggi, (ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa þeim manni í færri en 2000 orðum því það væri ósanngjörn einföldun) sem skrifaði þetta. Endilega lesið, það er hollt.