miðvikudagur, júlí 06, 2005

Bloggleti?

Neeeh, varla er hægt að segja það. Ég hef bara varla leitt hugann að blogginu, hvað þá sagt við mig "ég nenni ekki að skrifa núna". Reyndar ætti ég að njóta þess að þurfa ekki að skrifa nokkurn skapaðan hlut í sumarfríinu, eða ætti ég kannski að reyna að skrifa sem mest til að halda mér í æfingu??? Hver veit?

Maður er ein harðsperruhrúga þessa dagana vegna vinnunar, en ég er að vinna við byggingarvinnu hjá verktakafyrirtækinu hans Pabba (hann á það ekki, heldur vinnur hjá því, þið skiljið), og vöðvarnir orðnir miklu vanari því að það sé teygt á þeim en að þeir séu spenntir til hins ýtrasta aftur og aftur daginn út og inn. En þetta kemur manni bara í form, ég er að vonast eftir að geta heillað Shonel með maga sem hún getur þvegið fötin sín á þegar við hittumst aftur í haust. Já, var ég búinn að minnast á að við erum algjörlega ástfangin upp fyrir haus? Well, now you know.

Goslokahelgin var öll hin fínasta, fyrir utan smá sígarettuglóðartengt slys sem átti sér stað í örlítilli teiti sem var haldin heima, ég ætlaði bara að bæta mömmu skaðann með því að kaupa nýjan borðdúk, en nei, þá var þetta handsaumaður borðdúkur frá Sísí frænku, systur mömmu. Nokkur mínusstig í kladdann þar.

Erna greyið veiktist svona heiftarlega fyrir helgi og var drifin í uppskurð á föstudaginn, botnlanganum kippt úr henni að óþörfu, og svo var unnið að raunverulega vandanum. En hún er nú að hvíla sig í faðmi fjölskyldu og vina og öll að koma til. Dálítil sjálfselska af minni hálfu en ég er hálf feginn að hún veiktist svona, þá sér maður hana meira en ella. Ég veit, ég er hræðilegur.

kveð að sinni

3 Comments:

At 6/7/05 22:32, Erna Björk said...

Þú ert nú meira rassgatið! Give us a hug!

 
At 6/7/05 23:43, frizbee said...

*bigbearhug*

gjössovel :)

 
At 9/7/05 03:14, Nafnlaus said...

Til hamingju með ástina, sultan mín

vala mosó

 

Sendu inn athugasemd

<< Home