föstudagur, júlí 15, 2005

Aulahrollur!

Það er ekki oft sem maður verður algjörlega orðlaus yfir því sem maður sér í sjónvarpinu. En í gær varð ég það. Tveir menn heimsóttu Ísland í Dag (í gær, híhí) og kynntu litla klúbbinn sinn sem heitir einfaldlega Kallarnir. Þessi klúbbur upphefur metrosexualisma upp í hinar hæstu hæðir og trúa því statt og stöðugt að það sé fátt mikilvægara en að líta vel út. Brúnka, vöðvar, vaxmeðferðir, hand- og fótasnyrtingar, "tzjellingar" og óaðfinnanlegt hár eru efst á nauðsynjalista þessarra manna og svo virðist sem aðsóknin sé góð í klúbbinn. Ég fann bara til við að horfa upp á þessi grey. En þetta er þeirra líf og þeir meiga svo sem lifa því eins og þeim lystir. Einhvern veginn grunar mig að sumir í þessum hóp sjá ekki þá sem eru ekki "up to standard" í friði þegar þeir hópa sig saman og kíkja út á lífið. Einnig voru þeir spurðir út í orðalagið sem þeir nota yfir konur og hvort ekki væri einhver kvenfyrirlitning þarna í gangi. Þvertóku þeir fyrir það og verð ég nú að styðja þá í því þar sem ég hef nú aldrei gúdderað þetta orð. En hvort þeir virði kvenfólk sem annað en hömp- og tiltektarmaskínur er svo sem allt annað mál... en kannski eru konur sem falla fyrir svona gaurum baaara að kalla svoleiðis yfir sig...

3 Comments:

At 15/7/05 17:14, hs said...

Jamm, hrollurinn fór ansi víða yfir þessu innslagi og hafði m.a. viðkomu hjá mér. Gúrkutíðin hlýtur að vera skelfileg fyrst svona fyrirbæri þykja fréttnæmt.
Annars eru metrósexúal karlmenn í mínum klúbbi kallaðir Krem-Fress.

 
At 16/7/05 20:31, Nonninn said...

Þessir menn eru náttúrulega eitthvað það ógeðslegasta sem til er. Menn sem hafa ekki trú á eigin ágæti ganga í svona klúbba. Afhverju að vera bara ekki hvítur og stoltur af því að vera næstum albínói ? Ég kvarta svo sem ekki !

 
At 17/7/05 05:12, Andri Hugo said...

Auðvitað er þetta sorglegt, og rúmlega það. En ég gat ekki annað en helgið af þessu. Þeim er alvara! Það er náttúrulega bara fyndið!

 

Sendu inn athugasemd

<< Home