þriðjudagur, júní 14, 2005

Sjálfskaparvíti?

Fór á smá fund með Emilio, yfirkennaranum mínum, til að sýna honum það sem ég var búinn með af lokaritgerð ársins. Hann sagði mér að hann væri ánægður með það sem ég var kominn með, en ég væri að gera hlutina á dálítið erfiðari máta en nauðsynlegt væri, sem væri í sjálfu sér fínt þar sem ég yrði þá betur í stakk búinn til að skrifa ritgerðir næstu tveggja ára.
Mér finnst það svo sem fínt, en það hefði verið gott að skrifa góða ritgerð á auðvelda mátann (hver sem hann er) í staðinn fyrir að svitna yfir þessum andskota og fá kannski ekki eins mikið fyrir. En á hinn bóginn hlýt ég að fá eitthvað extra fyrir þetta, þannig að ég get ekki kvartað.

Sá loksins Hitchhiker's Guide To The Galaxy á sunnudaginn. Shonel heimtaði að splæsa allt saman þetta kvöldið, að meðtalinni lestarferðinni á staðinn... ég verð að halda í hana :o)

Festi kaup á nokkuð sérstökum DVD disk í morgun, ásamt tónlistinni úr myndinni. Stórmerkileg tilraunastuttmynd sem er á allra vörum í skólanum þessa dagana. Þetta meistarastykki heitir Broken Hearstrings og er framleidd fyrir lágmarkskostnað af tveimur ungum leikstjórum: Öystein Brager frá Noregi og Philip Somethingsomething frá Þýskalandi. Leikararnir eru ekki af verri endanum: Samuel Metcalfe og... ég : D
Leikstjórarnir eru búnir að vera með tvö svona tilraunaverkefni utan skólans, þar sem öll atburðarás er spunnin á staðnum og tekin upp og var þetta seinna verkefnið, sem heppnaðist svona líka helvíti vel. Svo er þriðja sessjon í bígerð á laugardaginn, mikil tilhlökkun þar.

7 Comments:

At 14/6/05 22:48, Miss Hillary said...

Hvernig er það Ástþór minn, ertu bara að ganga út?? You go girl!...ég meina boy!!

 
At 15/6/05 12:04, frizbee said...

Ég held ad thad geti bara nokkud vel verid... svo lengi sem ég klúdra thví ekki :p

 
At 15/6/05 17:35, hs said...

Að skrifa ritgerð er eins og að leika sér með Frisbee. Think before you act!

 
At 15/6/05 19:36, frizbee said...

Nei, Hörður minn, þar liggur hundurinn grafinn. Ég hugsa of mikið áður en ég byrja að skrifa. Reyndar er ég ekki beint að kvarta, ég vildi bara að ég kynni einfaldari aðferðina, svona djöst in keis :)

 
At 16/6/05 01:14, Snorri Hergill said...

If you want something done properly you have to do it yourself. Þessvegna eru sjálfskaparvíti MIKLU betri en öll önnur víti.

 
At 16/6/05 12:35, Siggalára said...

Hin að ferðin heitir "að skrifa út út rassgatinu á sér" og felst í því að nota mörg orð um lítið efni og draga langsóttar ályktanir með því að segja hluti einsog: "Og í framhaldi á því má segja..." eða "Því má álykta sem svo...". Og annað sem felur í sér litla ábyrgð.

Semsagt, hafa tvær til þrjár staðreyndir eða greinar á hreinu, vitna í þær linnulaust og nota síðan loðið orðalag þannig að það sé ekki hægt að hanka mann beinlínis á neinu.

Já, maður lærir ýmislegt í bókmenntafræðinni...

 
At 16/6/05 13:28, frizbee said...

Hmmm... ég held samt ad thad sé ekki sú adferd sem Emilio var ad tala um. En takk samt :)

 

Sendu inn athugasemd

<< Home