laugardagur, júní 11, 2005

Segið tímanum að slaka á, takk

Árinu bara að ljúka! Áður en ég veit af verðu þetta búið og ég bara enn annar atvinnulaus, stórskuldugur leikari : p neinei, það þarf ekkert að vera

Sýningar á Mother Clap's Molly House gengu bara helvíti vel og allir fögnuðu góðu gengi í gærkvöldi, og þrátt fyrir fullt af tæknilegum klikkum og mistökum sem áttu sér stað á seinni sýningunni þá var hún víst bara drullugóð og fólk náði að leika af mistökunum, sem er alltaf snilld!
Nú er bara að skrifa síðustu ritgerð ársins og fá þær einkunnir sem eru komnar í hús eftir það, og svo bara lokaball. Svo kem ég heim akkúrat til að óska Victoriu til hamingju með afmælið og létta henni lund í eins og eina kvöldstund.

ég lofaði víst myndum frá leikritinu, og ég stend við þau orð.

3 Comments:

At 13/6/05 16:49, Elín said...

Vá hvað það lítur út fyrir að vera gaman hjá þér....
....ohh ef maður hefði nú hæfileika í e-h svona, glæsilegur í rauða kjólnum, mér finnst þú ættir að íhuga að ganga í kjól oftar ;)

kv. Elín

 
At 14/6/05 09:30, frizbee said...

meinaru ekki ad eg aetti ad taka myndir af mer i kjol oftar? Stekk i kjolinn a.m.k. einu sinni i viku fyrir klubbaroltid : D

 
At 22/6/05 15:30, Victoria said...

Kl. hvað er flugið hjá þér?

 

Sendu inn athugasemd

<< Home