mánudagur, júní 27, 2005

Kominn heim

Flaug úr sólinni og hitanum í Sidcup í gær, beint í grámyglu og rigningu. Ekki byrjar það vel.

Hafði vonast til að hitta á Victoriu í tilefni af afmælinu hennar og heilsa upp á nokkra vini í gær, en þar sem flugtaki seinkaði frá 13:00 til 21:45 að enskum tíma varð lítið úr þeim fyrirætlunum. Fyrsta verk eftir að komið var í Reykjavíkina var að fá sér pylsu með öllu og kókómjólk. Mmmmmm. Leigari á Vesturgötuna, smá spjall og myndashow fyrir Stebbaling og svo bara að sofa. Heilsaði upp á hin nýpússuðu hjónakorn, Kjartan og Rannveigu, í morgun, kíkti á "barnabörnin" og þáði bakkelsi. Spjall og ljósmyndasýningar og svo bara skutl á BSÍ, stutt, en mjög svo laggott.
Leiðinlegt að vera svona fátækur og geta ekki gefið sér meiri tíma í bænum fyrir vini sína : (

Svo er bara vinna á morgun. Byggi-byggi-bygg!

5 Comments:

At 28/6/05 14:07, Nafnlaus said...

Djöss. Missti ég af The Ástþór Show? Hvar verðurðu í sumar? Missti af því líka :-s alltaf missir maður af öllu.

- Snorri

 
At 28/6/05 16:48, Varríus said...

Velkominn heim - ef þig vantar ennþá öryggisafrit af Ljúbe þá er leikur einn að redda því við tækifæri.

 
At 29/6/05 11:18, Þórunn Gréta said...

Velkomin heim ljúfurinn.
:)

 
At 29/6/05 18:21, Nonni said...

Ohh þetta fífl komið heim, ætli maður verður ekki að vippa úr buddunni nokkrum aurum til að bjóða helvítinu uppá bjór svona en einu sinni.
Nei nei bara grín ástin mín. Ég ætla ekkert að bjóða þér uppá bjór :)

 
At 29/6/05 22:38, frizbee said...

Takk Toggi, ég verð að reyna að nálgast lagið næst þegar ég er í bænum.

Takk Þórunn :)

Fyndinn Nonni! :Þ

 

Sendu inn athugasemd

<< Home