sunnudagur, júní 05, 2005

"Do you want to be one of us?"

Yes please!!

Jammsara jamms! Jagúar brugðust ekki frekar en fyrri daginn. Sem er eins gott því þeir þurftu ekki bara að vera jafn góðir og ég man þá vera, heldur þurftu þeir líka að efna loforð mitt til Shonel um frábært kvöld. Takk Jagúar!
Svei mér þá ef maður fer ekki að mæta oftar á Jazz Café. Húsið opnaði kl. 7 og Jagúar byrjuðu tæplega hálf níu. Þangað til var DJ-inn að skemmta okkur með eðal soul og funk tónlist, svo er bara svo þægilegt andrúmsloft þarna. Eins og mætingin var nú góð, þá fynnst mér e-n veginn eins og meirihlutinn þarna inni hafi verið íslendingar. Allavega var kallað hátt og snjallt "meira, meira" þegar þeir luku settinu sínu :-)

En þar með er sögunni ekki lokið, reyndar verð ég að spóla aðeins til baka. Meðan við vorum að bíða eftir að komast inn hringdi hann Andri Húgó í mig og óskaði mér til hamingju með það að vera orðinn meðlimur í Bræðrafélaginu Vinum Ketils Bónda. Ég hef sjaldan verið jafn hamingjusamur og... já, bara stoltur af sjálfum mér og einmitt á þeirri stundu. Zindri reyndi víst líka að ná í mig (haha "mig") en því miður var síminn í jakkanum í fatageymslunni, og þykir mér það miður, því gaman hefði verið að heyra í kallinum.

svo kemur eitt enn að lokum sem Andri benti mér á og ég held að kvikmyndanördar alls staðar geti haft af: Theatre Hopper, gjöriði svo vel

2 Comments:

At 6/6/05 02:26, Andri Hugo said...

Já, til hamingju með inngönguna kallinn minn :) Djöfull hefði ég nú verið til í að sjá Jagúar. Hef ekki séð þá í allt allt allt of langan tíma :-/

Og já, Theater Hopper er snilld! :D

 
At 8/6/05 23:56, Erna Björk said...

æææj en sætt! og ég er fegin að þú skemmtir þér á Jagúar:)

 

Sendu inn athugasemd

<< Home