föstudagur, desember 24, 2004

Aðfangadagur jóla er einmitt í dag

Voðalega er maður búinn að vera blogglatur undanfarið! Hef svosem haft heilmikið að segja, en HaltuKjafti er örugglega búið að virka sem útrás fyrir því. En annars er svo sem ýmislegt sem maður getur minnst á...


...


...


...


eða hvað?
Jújú! Ég vil bara hvetja alla til að horfa á Íslensku Sveitina sem verður á dagskrá á Stöð 2 þann þrítugasta n.k. Það verður gaman að sjá hvers konar menn þetta eru sem starfa sem friðargæsluliðar þarna úti. Eftir því sem ég hef heyrt, þá eru þetta bara stór börn í hermannaleik, voðalega töff með rosa stórar byssur og í hermannagöllum og allt! Þetta eru týpurnar sem myndu hrannast í íslenska herinn hans Björns Bjarna :) . Fer fólk ekki að verða þreytt á þessum hálfvitum?

Eníveis...(þegiðu Andri, það segja þetta margir) ég vil bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs. Þakka fyrir samskiptin og samveruna á árinu sem er að líða.

Lov jú gæs
Ástþór Ágústsson

2 Comments:

At 24/12/04 14:57, Andri Hugo said...

Það hafa líka margir rangt fyrir séð, sjáðu til ;)

Enívei ... gleðileg jól kallinn og hafðu það gott yfir hátíðarnar! :)

 
At 27/12/04 23:22, siggaasa said...

Gleðileg Jól-vona að heilsan sé í fínu lagi eftir gærkvöldið:)

 

Sendu inn athugasemd

<< Home