þriðjudagur, október 12, 2004

Sagan...

Skrýtið hvað sagan hefur verið bjöguð í gegn um tíðina. Maður vissi svo sem að hetjuímyndin sem dregin hefur verið upp af Columbus, Washington og Lincoln væri ekki alveg sannleikanum samkvæm, en fyrr má nú aldeilis vera! Helst brá mér við þegar kennarinn byrjaði að tala um mannréttindabrot Bandaríkjamanna í Guantanamo. Við vorum öll sammála um að þetta væri hræðilegt og óverjandi o.s.frv., Bush og félagar væru siðlausar skepnur og blablabla, en Lincoln gerði þetta líka... þ.e.a.s. hann lét fangelsa fólk sem hann taldi vera hættulegt (s.s. sunnanmenn sem voru ekki alveg sáttir við útkomu borgarastríðsins) án dóms og laga. “Honest Abe” indeed...
Fleiri hlutir hafa komið upp... Ég gæti haldið áfram endalaust en ég vil nú ekki drepa ykkur úr leiðindum þannig að ég læt þetta nægja.

frizbee hefur verið boðið í sitt fyrsta Hrekkjavökupartý. Þemað er kvikmyndapersónur.
frizbee datt fyrst í hug að bregða sér í hlutverk Edwards Norton úr American History X, en hætti
samstundis við það. Hugmyndir að perónum eru vel þegnar, en það skal tekið fram að Captain
Jack Sparrow úr Pirates of the Carribean hefur verið frátekinn : )

5 Comments:

At 12/10/04 23:11, Skotta said...

George of the jungle??

 
At 12/10/04 23:16, Andri Hugo said...

Uncle Fester úr Adam's Family, Ace Ventura, Captain Kirk úr Star Trek, Rocky Balboa, Gandalf the Gray/White, Han Solo ...

 
At 12/10/04 23:19, Andri Hugo said...

Nei Ástþór!!! Auðvitað ferðu sem The Joker úr Batman! Nobody could pull him off but you!

 
At 13/10/04 12:45, frizbee said...

Audvitad!!! Takk Andri!

...nu vantar mig bara fjolubla jakkafot, bardahatt i stil og smink...

 
At 14/10/04 16:27, Nonni said...

hæ, flottar myndir.
Með hrekkjarvökupartyið mér hefur alltaf finnst gaurinn úr The Big Lebowski ótrúlega nettur.
Reddaðu þér kollu, náttslopp, inniskó og drekktu wihte Russian allt kvöldið.

 

Sendu inn athugasemd

<< Home